Yfirtaka Rio Tinto á Alcan hefur verið samþykkt af hluthöfum Rio Tinto og því aðeins formsatriði hvenær kaupin verða handsöluð. Hluthafar Alcan þurfa að tveimur þriðju hluta að samþykkja söluna, sem er næst á dagsrká, en þar sem Alcan sóttist eftir kaupanda má telja það öruggt mál að innan örfárra vikna eða mánaða standi „Rio Tinto Alcan“ við hliðið í Straumsvík. Rio Tinto hefur eins og alkunna er aflað sér heimsfrægðar ekki aðeins fyrir að vera eitt stærsta fyrirtæki heims í námaiðnaði heldur sem einn harðsvíraðasti umhverfissóði* heims. Álvæðing Íslands hefur eins og fram er að koma margar skuggahliðar sem barnalegt er að róta yfir eða láta eins og ekki séu til staðar. Að fá Rio Tinto til landsins getur ekki talist merki um að Ísland sé á leið upp á við hvernig sem á málin er litið.

*Sjá dæmi

Myndin er samsett úr merki Rio Tinto og mynd frá Straumsvík af plakati sem Alcan lét gera fyrir eitt af styrktarmálefnum sínum, fyrir kosningarnar í vor. Myndvinnsla: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
6. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rio Tinto Alcan“, Náttúran.is: 6. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/06/rio-tinto-alcan/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: