Gefum íslenska gjöf, gefum Íslandi gjöf!
Mþmörg smáfyrirtæki um land allt taka þátt í átaki um kynningu og sölu gjafavöru og góðrar þjónustu. Úrvalið er mikið: Gæðamatvæli, hlýr fatnaður, vandaðir munir, gisting við þjóðveg eða úti í auðn, alúðar bað- og heilsumeðferð fjarri skarkala höfuðborgar, svo fátt eitt sé nefnt. Nógur er fjölbreytileikinn, en til að auka eftirspurn þarf að minna á gróskuna og gæðin.
Með því að gefa ástvinum og vandamönnum trygga ávísun á sérstæða upplifun og innlendan kost, þá er ekki einungis verið að gefa góða íslenska jólagjöf, heldur jafnframt verið að gefa Íslandi sjálfu gjöf; Að gefa fjölbreytilegum sprotavexti áburð er að stuðla að þeirri sjálfbæru þróun efnahags- og atvinnuuppbyggingar landsins sem nú er aðkallandi.
Björk Guðmundsdóttir er í forsvari fyrir átaksverkefnið og er í samvinnu við vef Náttúra.info, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélög landsins, Hönnunarmiðstöðina og fyrirtæki um land allt.
Sjá nánar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Þeir sem vilja kaupa gjafakort „Gefum íslenska gjöf“ fyrir innkaupum hér í íslensku búð Náttúrmarkaðarins hafi samband við nature@nature.is og nefni þá upphæð sem áhugi er fyrir að gefa. Við útbúum þá gjafabréf fyrir tilheyrandi upphæð. Gefum Íslandi gjöf!
Mynd:
Útlit gjafabréfs er hannað af Hrafni Gunnarssyni, grafískum hönnuði, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands.
Birt:
Tilvitnun:
Nýsköpunarmiðstöð Íslands „Gefum íslenska gjöf, gefum Íslandi gjöf!“, Náttúran.is: 18. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/11/gefur-islenska-gjof-gefum-islandi-gjof/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. desember 2008
breytt: 18. desember 2008