Góðir Íslendingar! Komið og kynnist náttúrunni í mynni Þjórsárdals sunnudaginn 1. júlí frá 13-17. Opið hús verður í Fagralandi, sumarbústað, í landi Haga, þar sem Landsvirkjun stefnir á að sökkva náttúruperlum, flúðum, eyjum, klettum og grónu landi. Hjónin Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson, ásamt öðrum sumarbústaðaeigendum í landi Haga taka á móti öllum þeim sem vilja sjá hvað í húfi er.
Landsvirkjun, ráðherrar og þingmenn sem styðja virkjanaáform í Þjórsá segja að framkvæmdirnar bitni á manngerðu landslagi. Komið og sjáið sjálf hvort að náttúran við Haga í Þjórsárdal sé gerð af manna höndum. Kaffi verður á könnunni í Fagralandi. Og boðið verður uppá leiðsögn um svæðið þar sem náttúrufegurð er einstök og í stórhættu verði Þjórsá virkjuð í byggð. Myndiin er tekin í Þjórsárdal. Ljósmynd: ©Árni Tryggvason
Birt:
28. júní 2007
Höfundur:
Sunnlenska
Tilvitnun:
Sunnlenska „Opið hús í Þjórsárdal“, Náttúran.is: 28. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/28/opi-hs-jrsrdal/ [Skoðað:6. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: