Nú stendur yfir á Ísafirði vetrarþing sem Framtíðarlandið stendur fyrir undir yfirsögninnni „Vestfirðir á teikniborðinu“.

Í kynningu á þinginu segir m.a.: „Í þröngum fjörðum Vestfjarðakjálkans hafa Íslendingar í hundruð ára lifað í sambýli við myrkur, einangrun og óútreiknanleg náttúruöfl. Í gegnum þá sögu hafa Vestfirðingar tileinkað sér atgervi, ósérhlífni og þor sem á sér fáa líka. Þessir eiginleikar sjást hvergi skýrar en í öflugu nýsköpunarstarfi í atvinnumálum Vestfjarða.
Sjá frétt um þingið
.

Bein útsending er frá þinginu af vef Framtiðarlandsins.
Fylgjast með þinginu hér.

Myndin er af Aðalbjörg Þorsteinsdóttur. Aðalbjörg er frumkvöðull og stofnandi Villimeyjar á Tálknafirði. Hún er einn framsögumanna á þinginu nú um helgina.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
10. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bein útsending frá Vestfjörðum á teikniborðinu“, Náttúran.is: 10. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/10/bein-tsending-fr-vestfjrum-teikniborinu/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: