Andstæðingum erfðabreyttra matvæla hefur borist stuðningur úr óvæntri átt. Karl Bretaprins lýsti því yfir að hann telji þróun erfðabreyttra ræktunartegunda fela í sér hættu á „stærsta umhverfisslysi allra tíma“.

Karli virtist vera mikið niðri fyrir þegar hann ræddi málið við Daily Telegraph, og sakaði þar fjölþjóðlegar matvælakeðjur um tilraunstarfsemi með náttúruna sem væri á „alvarlega rangri leið.“

Karl sagði það áhættusamt að treysta um of á alþjóðlega matvælarisa, og lét í ljós samúð með hlutskipti smábænda sem þeir eru víða á góðri leið með að útrýma.

Birt:
15. ágúst 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Prinsar borða ekki erfðabreytt“, Náttúran.is: 15. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/prinsar-boroa-ekki-erfoabreytt/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: