Fullt út úr dyrum á fundi gegn áformuðum virkjunum við Þjórsá
Fjömennur fundur um virkjanir í neðrihluta Þjórsár haldinn í Árnesi þ. 11. 02. 2007 mótmælir harðlega virkjana áformum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og skorar á öll viðkomandi sveitarfélög að veita fyrirhuguðum virkjunum ekki brautargengi. Einnig skorar fundurinn á íslensk stjórnvöld að fórna ekki íslenskri náttúru til framkvæmda sem nýtast eiga til mengandi starfsemi.
Greinargerð:
Af virkjunarframkvæmdum verða óafturkræf og veruleg náttúruspjöll. Í ljósi umræðu um þá ógn sem stafar af hlýnun af mannavöldum og ljóst er að orka þessara virkjana yrði notuð til mengandi stóriðju, er óásættanlegt að fara í þessar framkvæmdir. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu auka enn á stöðugleika hagkerfisins og skila þeim byggðum sem leggja til orkuna, fáum störfum þegar til framtíðar er litið. Þjórsá er á virku jarðskjálfta- og leku spungusvæði. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að íbúar geti treyst fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum. Verðmæti náttúrunnar hafa hingað til verið vanmetin og þurfa að fá aukið vægi.
Dagskrá fundarins:
Fundinn setti Elín Erlingsdóttir formaður Náttúruverndarsamtaka Suðurlands.
Edda Pálsdóttir flutti Ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Úr hulduljóðum“.
Rödd heimamanns: Finnbogi Jóhannsson bóndi í Minni-Mástungu.
Um verðgildi náttúrunnar: Björgólfur Thorsteinsson rekstrarhagfræðingur og formaður Landverndar.
Fulltrúi sumarbústaðaeigenda: Egill Egilsson eðlisfræðingur.
Tónlistaratriði Labba í Mánum auk þess var ljósmyndasyrpa hans sýnd í upphafi fundar.
Rödd Flóamanns: Ólafur Sigurðsson í Forsæti í Flóa.
Kveðja úr þéttbýlinu: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands.
Innlegg Ómars Ragnarssonar.
Hugleiðingar eftir nær heila öld í Gnúpverjahreppi eftir Jóhönnu Jóhannsdóttur í Haga, flutt af Árdísi Jónsdóttur í Geldingaholti.
Í umræðum kvöddu sér hljóðs Jón Hjartarson bæjarfulltrúi í Árborg og Pétur Óskarsson fyrir Sól í Straumi. Einnig var flutt kveðja frá Sól á Suðurnesjum.
Efri myndin er tekin yfir salinn en opna þurfti á milli aðalsals og baksal í félagsheimilinu Árborg v. fjölda fundargesta. Neðri myndin er af Ómari Ragnarssyni í tilþrifamiklum lýsingum á virkjanastefnunni. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fullt út úr dyrum á fundi gegn áformuðum virkjunum við Þjórsá“, Náttúran.is: 12. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/fullt_ut_ur_dyrum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007