Afgangsvatn flýtir jarðskjálftum
Jarðskjálftahrinan sem varð á litlu svæði á Hellisheiði í síðustu viku er sögð hafa orsakast af vatni sem Orkuveitan dældi niður borholu. Slíkt er talið geta flýtt jarðskjálftum.
Orkuveita Reykjavíkur hefur frá því í september dælt niður afgangsvatni úr Hellisheiðavirkjun í nýlega borholu á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá en þeir náðu hámarki í síðustu viku þegar sterkasti skjálftinn mældist tveir og hálfur á richter. Að sögn Einars Kjartanssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands er það vel þekkt að þegar vatnsýrýstingur vex í jarðskorpunni minnkar núningur á sprunguflötum, það geti svo hleypt af stað skjálftum. Einar telur að af þessu stafi ekki hætta.
Einar Gunnlaugsson, á sviði Nýrra virkjana hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir þessa aðferð við að losna við afgangsvatn þá allra bestu sem völ er á.
Ljósmynd: Hellisheiðavirkjun, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
NA „Afgangsvatn flýtir jarðskjálftum“, Náttúran.is: 18. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/18/afgangsvatn-fytir-jaroskjalftum/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.