Vel heppnaður fundur Áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði var haldinn þriðjudaginn 14.11.2006 í bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Liðlega hundrað manns mættu á fundinn.. Áhugahópurinn hefur ennfremur opnað vefinn jokulsar.org.
-
Á þessum fyrsta fundi í fundaröð sem Áhugahópurinn stendur fyrir fjölluðu fræðimennirnir, Dr. Árni Hjartarson jarðfræðingur frá Íslenskum Orkurannsóknum og Dr. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, um náttúru Skagafjarðar allt frá Hofsjökli til sjávar. Árni fjallaði um jarðfræði og jarðsögu Skagafjarðardala en Þorsteinn um myndun og mótun eylendis Skagafjarðar sem og náttúru og lífríki þess.
Næsti fundur Áhugahópsins verður haldinn í Árgarði þriðjudagskvöldið 28. nóvember.

Birt:
20. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði“, Náttúran.is: 20. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/ahugahopur_verndun_skagaf/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007

Skilaboð: