Morgunverðarfundur á degi líffræðilegrar fjölbreytni
Fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 8:00 til 10:00 heldur Umhverfisráðuneytið og Landgræðsla ríkisins morgunverðarfund í tilefni Dags líffræðilegrar fjölbreytni en fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík,
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er í ár tileinkaður landbúnaði. Fjallað verður um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi. Einnig verður ný stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni kynnt.
Dagskrá:
- Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra
- Falin fjölbreytni - jarðvegur sem hluti vistkerfis. Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Halldórsson, Landgræðslunni.
- Íslenskur landbúnaður og líffræðileg fjölbreytni. Bjarni Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
- Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þátttaka tilkynnist með netpósti á postur@umhverfisraduneyti.is. Aðgangur er ókeypis.
Myndin er af fjölbreytilegum mýrlendisgróðri. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
19. maí 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Morgunverðarfundur á degi líffræðilegrar fjölbreytni“, Náttúran.is: 19. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/19/morgunveroarfundur-degi-liffraeoilegrar-fjolbreytn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.