Dagana 3.-5. maí verður sýningin Perlan Vestfirðir haldin í Perlunni. Að sýningunni standa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Markmið sýningarinnar eru að kynna vestfirskt atvinnulíf, fyrirtæki og þjónustuaðila á Vestfjörðum. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á Vestfirði sem áhugaverðs áfangstaðar fyrir ferðamenn og efna til umræðu um framtíðarmöguleikana í atvinnuþróun á svæðinu. Um 150 aðilar taka þátt í sýningunni. Sýningin opnar föstudaginn 5. maí og stendur til sunnudagsins 7. maí. Aðgangur er ókeypis.

Myndin er af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur við tínslu maríustakks en hún er eigandi fyrirtækisins Villimey frá Tálknafirði sem þróað hefur smyrsl úr íslenskum jurtum undir samheitinu „Jurtagaldur“.Sjá villimey.is

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
4. maí 2006
Uppruni:
Villimey slf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Perlan Vestfirðir - í Perlunni“, Náttúran.is: 4. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21// [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: