Náttúrudropar Kristbjargar Elínar komnir á Bandaríkjamarkað
Krisbjörg Elín Kristmundsdóttir blómadropaþerapisti og jógakennari sem þróað hefur Blómadropa og Náttúrudropa úr orku íslenskrar náttúru um margra ára skeið hefur með atorku sinni tekist að koma Íslensku Náttúrudropunum í 11 Whole Foods Market verslanir í Los Angeles, Las Vegas og San Diego. Kristbjörg Elín er ný komin úr ferð til Kaliforníu þar sem hún þjálfaði starfsfólkið í notkun á Náttúrudropunum og var með fyrirlestra fyrir viðskiptavini verslananna. Í enskri útgáfu bæklings og umbúða Náttúrudropanna notar Kristbjörg Elín eftirfarandi kynningu: Experience the healing power of nature through the Icelandic Nature Essence - Awareness. Myndin var tekin af nýjum umbúðum Náttúrudropanna á sýningu Fósturlandsins Freyja „Gull í mó“ í ágúst í fyrra.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
12. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrudropar Kristbjargar Elínar komnir á Bandaríkjamarkað“, Náttúran.is: 12. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/nattdropar_usamarkad/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 22. janúar 2008