Hreint ál?
Hreint ál? - Samarendra Das og Andri Snær Magnason í Reykjavíkur Akademíunni.
Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla 'græna og hreina' álframleiðslu.
Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni 'Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna' á Hótel Hlíð í Ölfusi, þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu.
Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um
áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.
Birt:
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Hreint ál?“, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/hreint-al/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.