Hreint ál? - Samarendra Das og Andri Snær Magnason í Reykjavíkur Akademíunni.

Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla 'græna og hreina' álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni 'Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna' á Hótel Hlíð í Ölfusi, þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um
áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.

Myndin er af Alcoa Fjarðaráli í byggingu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
18. júlí 2008
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Hreint ál?“, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/hreint-al/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: