Geysir Green Energy sem er í eigu FL Group, Glitnis, VGK Hönnunar og Reykjanesbæjar hafa keypt Jarðboranir hf. Samhliða kaupunum var gengið frá því að að tæplega 16% hlutur Jarðborana í Enex* fæðist yfir til Geysir Green Energy.

Geysir Green Energy var stofnað í janúar síðastliðnum í þeim tilgangi að byggja upp leiðandi alþjóðlegt orkufyrirtæki. Þann 7. júlí stofnaði Jarðboranir hf félagði Hekla Energy í Þýskalandi og nú aðeins 24 dögum síðar hefur félagið verið keypt upp af Geysir Green Energy.

Á heimasíðu Jarðboran segir í dag: Geysir Green Energy hefur gengið frá samningum við Renewable Energy Resources (RER), félag í eigu Atorku Group, um kaup á öllu hlutafé í Jarðborunum hf og nemur kaupverðið 14,3 milljörðum króna. Kaupin á Jarðborunum eru mikilvægt skref í uppbyggingu á Geysi Green Energy sem er orðið fjölþætt og öflugt fjárfestingarfélag á sviði jarðvarmavinnslu og munu að sama skapi treysta stöðu Jarðborana í fjölþjóðlegri samkeppni.
Sjá vef Geysir Green Energy.

*Enex er samsteypa nokkurra íslenskra aðila í orkugeiranum, þ.e. Landsvirkjunar, Geysir Green Energy, Orkuveitu Reykjavíkur, Nýsköpunarsjóðs, VST og Íslenskra orkurannsókna. Enex tekur þátt í jarðvarmaverkefnum víða um heim t.d. Kína, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Sjá vef Enex .

Birt:
1. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Geysir Green Energy nú risastórir“, Náttúran.is: 1. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/01/geysir-green-energy-kaupir-jarboranir/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. ágúst 2007

Skilaboð: