Sauðamessa 2009 - ærleg skemmtun fyrir almúgann
Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Sauðamessan verður eins og undanfarin ár haldin í Skallagrímsgarði í Borgarnesi þ. 17. október n.k. og hefst kl. 13:30.
- Fjárrekstur í gegnum Borgarnes- Réttarstemmning.
- Ærlegt handverk og fleira spennandi í markaðstjöldunum.
- Heitt kakó, kaffi og rjómavöfflur.
- Bakkabræður og Bakkasystur mæta á svið.
- Sveitastrákar sýna línudans.
- Kappát, valinkunnir matmenn stíga á stokk.
- Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði veitir viðurkenningar.
- Eva Margrét og Karina.
- Siggi bóndi.
- Guðmundur Steingríms
- Fegurðarsamkeppni hrúta af Mýrum
- Leikur grín og gaman
Fjallakóngur og réttarstjóri er Jón Eyjólfsson á Kópareykjum.
Þema dagsins eru sauðalitirnir og íbúar Borgarness eru hvattir til að skreya hús sín og garð - allir sem ullarvettlingi valda.
Mynd: Í réttunum á Sauðamessu 2008, ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. október 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sauðamessa 2009 - ærleg skemmtun fyrir almúgann“, Náttúran.is: 13. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/13/sauoamessa-2009-aerleg-skemmtun-fyrir-almugann/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.