Spurningar til Framtíðarlandsins
Varðandi haustþing Framtíðarlandsins og fréttir af mögulegu framboði eða undirbúningi lista hefur undirrituð falast eftir eftirfarandi upplýsingum hjá forsvarsmönnum Framtíðarlandsins:
-
- Hvenær hyggst bráðabirgðastjórn Framtíðarlandsins efna til stjórnarkosninga í félaginu?
- Hvernig geta skráðir félagar afskráð sig, líki þeim ekki framboðshugmyndirnar af einhverjum ástæðum?
- Hvernig hugsar Framtiðarlandið sér að fara með umboð 2.500 skráðra félaga í framtíðinni, án samráðs við þá?
- Hverjir eru í undirbúningsnefnd Framtíðarlandsins um lista til Alþingiskosninga?
- Hvernig starfar Framtíðarlandið á bak við tjöldin?
- Hvenær fá félagsmenn Framtíðarlandsins að frétta hvað er að ske og hvað þeir geta gert?
- Af hverju var mögulegt framboð sem og stefna „flokksins“ Framtíðarlandið ekki borin undir haustþingið?
-
Sent til Framtíðarlandsins kl. 10:00 þ. 31.10. 2006. Svör birtast um leið og þau berast.
Svar var að berast frá Andra Snæ Magnasyni, hann svarar á sína ábyrgð.
Birt:
31. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Spurningar til Framtíðarlandsins“, Náttúran.is: 31. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/sp_framtidarlands/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 16. maí 2007