Föstudag 27. nóvember frá kl. 14:15 til 16:15 verða haldnir tveir áhugaverðir fyrirlestrar um loftslagsmál í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101. Þeir eru:

  • Möguleikar Íslands til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda - Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
  • Vinna að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þátttaka Íslands í COP-15 - Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri stefnumótunar og alþjóðamála, umhverfisráðuneyti

Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands stýrði vinnu sérfræðinganefndar umhverfisráðuneytisins um möguleika til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, en skýrsla nefndarinnar kom út í júní á þessu ári. Brynhildur mun í erindi sínu fjalla um helstu niðurstöður nefndarinnar og aðferðafræðina sem beitt var.

Hugi Ólafsson er skrifstofustjóri á sviði stefnumótunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu. Hann er formaður verkefnisstjórnar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og situr í samninganefnd Íslands vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC). Hugi mun fjalla um vinnu að aðgerðaráætluninni og þátttöku Íslands í samningaviðræðum fyrir loftslagsráðstefnu Sþ í Kaupmannahöfn nú í desember.

Allir velkomnir!

Ljósmynd: Frá Jökulsárlóni, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
27. nóvember 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Möguleikar og aðgerðir í loftslagsmálum“, Náttúran.is: 27. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/26/moguleikar-og-aogeroir-i-loftslagsmalum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. nóvember 2009

Skilaboð: