BIG BANG!! Berjumst gegn fátækt! Berjumst gegn misskiptingu! Berjumst gegn ósanngjörnum viðskiptum! Berjum trumbur!

Í dag laugardaginn, 9. maí, mun Fairtrade stuðningsfólk um allan heim koma saman til þess að berja trumbur á degi sanngjarnra viðskipta. Hugmyndin er einföld. Við berjumst gegn fátækt og gefum taktinn fyrir sanngjarnari heimi með því að vekja athygli á Fair-trade og skemmta okkur í góðum hópi.

Trumblusláttur er hluti af tónlistarhefð allra menningarheima, og er þetta er alþjóðlegur viðburður sem fer fram í öllum heimsálfum. BIG BANG!! mun hefjast við sólarupprás 9. maí í Nýja Sjálandi með trumbuslætti og svo berast um allan heim, frá smábæjum í Afríku til stórborga í Asíu og bóndabýla í Ameríku. Hátíðin mun svo enda á sama hátt við sólsetur í Samoa, 48 tímum síðar.

“Fátækt, loftslagsbreytingar og efnahagskreppan eiga sér alla sameiginlega rót – græðgi og fáfræði. Það er kominn tími til að við tökum málin í okkar eigin hendur, það er kominn tími breytinga. Ef við trúuum því að sanngjörn viðskipti séu bæði sjálfbær og árangursrík, þá er það lausnin á efnhagskreppunni.”

-Paul Myers, forseti World Fair Trade Organization

Á Íslandi mun fólk hittast kl. 15:00  á Austurvelli og slá saman taktinn. Það er öllum boðið og það eina sem þarf að gera er að mæta klæddur eftir veðri og taka eitthvað með til þess að slá á, hvort sem það er tromma, trumba, dolla, bali, pottur, panna eða bara sæt lítil hrista.

Nánari upplýsingar:

Alþjóðleg heimasíða dagsins worldfairtradeday09.org.
Heimasíða World Fair Trade Organization wfto.com.
Íslenski Fairtrade hópurinn á Facebook.
Fair Trade búðin á Náttúran.is
.

Birt:
9. maí 2009
Höfundur:
Breytendur
Uppruni:
Breytendur
Tilvitnun:
Breytendur „Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta“, Náttúran.is: 9. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/09/althjoolegur-dagur-sanngjarnra-vioskipta/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: