Einmánuður 20. mars – 20. apríl
Í dag hefst einmánuður en hann hefst þriðjudag í 22. viku vetrar. Svo segir í Riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal* um einmánuð:
„Einmánuður er ferð sólar gegnum hrútsmerki og byrjar hann nálægt jafndægrum. Sé vorgott er nú hentugur tími að stífla vatn, sem veitast skal yfir land svo vatnið standi þar á meðan vorleysing er mest. Því það grugg, sem setur sig undir leysingavatnið á meðan það stendur yfir landinu er betra en nokkur áburður kann að vera.
Sá sem vill ná grjóti upp úr jörð, því sem upp úr stendur, hann gjöri það nú þegar jörð er hálfa alin þíð ofan til eða nokkuð minna. Þá er það bæði lausast og veltur líka á klakanum svo erfiðið verður hálfu hægara.“
*Rit Björns Halldórssonar fæst hér á Náttúrumarkaði.
Mynd tekin á Rangárvöllum 20. mars 2008. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Einmánuður 20. mars – 20. apríl“, Náttúran.is: 20. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-mars-20-aprl/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 26. mars 2012