Græna netið heldur spjallfund um hvalastofna og nýtingu þeirra á laugardaginn, 14. febrúar kl. 11:00, á  kaffihúsinu Sólon við Bankastræti, efri hæð. Málshefjendur eru Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, formaður Græna netsins, og Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. Fundarstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Fundurinn hefst kl. 11:00 árdegis og stendur í rúman klukkutíma.

Ákvörðun Einars á síðustu dögum sínum í sjávarútvegsráðuneytinu hefur vakið athygli og uppskorið bæði fögnuð og hvassa gagnrýni. Á fundinum skýrir Einar ákvörðun sína en Mörður mælir fyrir munn efasemdarmanna um hvalveiðar frá Íslandi viðnúverandi aðstæður. Rannveig Sigurðardóttir segir frá starfsemi og viðgangi Eldingar og annarra hvalaskoðunarfyrirtækja um landið og lýsir því hvaða áhrif ákvörðun Einars kynni að hafa fyrir þennan atvinnuveg. Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður.

Allir velkomnir! Mynd: Hvalir í Furðudýrum í íslenskum þjóðsögum. Vatnslitamynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
12. febrúar 2009
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „Hvalurinn og Nýja Ísland – veiðar, skoðun, orðspor“, Náttúran.is: 12. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/12/hvalurinn-og-nyja-island-veioar-skooun-orospor/ [Skoðað:2. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: