Hvalurinn og Nýja Ísland – veiðar, skoðun, orðspor

Ákvörðun Einars á síðustu dögum sínum í sjávarútvegsráðuneytinu hefur vakið athygli og uppskorið bæði fögnuð og hvassa gagnrýni. Á fundinum skýrir Einar ákvörðun sína en Mörður mælir fyrir munn efasemdarmanna um hvalveiðar frá Íslandi viðnúverandi aðstæður. Rannveig Sigurðardóttir segir frá starfsemi og viðgangi Eldingar og annarra hvalaskoðunarfyrirtækja um landið og lýsir því hvaða áhrif ákvörðun Einars kynni að hafa fyrir þennan atvinnuveg. Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður.
Allir velkomnir! Mynd: Hvalir í Furðudýrum í íslenskum þjóðsögum. Vatnslitamynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
12. febrúar 2009
Tilvitnun:
Græna netið „Hvalurinn og Nýja Ísland – veiðar, skoðun, orðspor“, Náttúran.is: 12. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/12/hvalurinn-og-nyja-island-veioar-skooun-orospor/ [Skoðað:12. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.