John McCain lýsti því yfir þ. 23. júní sl. að hann myndi verðlauna þann bílaframleiðands sem þróað gæti næstu kynslóð rafhlöðu í rafdrifna bíla. Verðlaunaféð á að nema 300 milljónum dollara en auðvitað kemur ekki til þeirrar úthlutunar verði McCain ekki kosinn næsti forseti Bandaríkjanna en McCain er nú í kosningarferð í Kaliforníu. Forsetaframbjóðandinn leggur áherslu á að hvetja til notkunar á etanóli og öðrum orkugöfum sem hafa litla koltvísýringslosun í för með sér. Hann leggur ennfremur til að 5000 dollara skattaafsláttur verði veittur fyrir kaup á bifreiðum með lága losun.

Sjá nánar á washingtonpost.com

Birt:
1. júlí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „McCain hvetur til þróunar nýrrar rafhlöðu með 300 milljón $ verðlaunum“, Náttúran.is: 1. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/01/mccain-lofar-milljonum-til-nyrrar-rafhloou/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. júlí 2008

Skilaboð: