Í frétt á heimasíðu UST segir:

Varðandi málsmeðferð leyfisveitinga um notkun og sleppingar erfðabreyttra lífvera er vísað til laga nr.18/1996 um erfðabreyttar lífverur og rgl. nr. 493/1997 um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Lögbundnir umsagnaraðilar varðandi leyfi til útiræktunar erfðabreyttra lífvera eru Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur.

Umhverfisstofnun hefur haft til meðferðar umsókn fyrirtækisins ORF Líftækni hf. varðandi leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Umhverfisstofnun vill gefa almenningi og hagsmunaaðilum tækifæri til að kynna sér tilgreind áform um útiræktun og að neðan eru birt helstu gögn er verða lögð til grundvallar við ákvörðun um leyfisveitingu að hálfu Umhverfisstofnunar.

Haldinn var fundur í Frægarði, fundarsal Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti, þriðjudaginn 26. maí.

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að kynna sér gögn sem fylgja að neðan en vert er að geta þess að vegna viðskiptahagsmuna umsækjanda er strikað yfir trúnaðarupplýsingar í umræddum gögnum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júní n.k. og skulu þær berast skriflega til Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Útdráttur úr umsókn ORF Líftækni
Fylgiskjal vegna umsóknar: Ný tækni við byggkynbætur
Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
Umsögn Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur ásamt sérálitum

Stofnunin hefur þannig brugðist við kröfum úr ýmsum áttum þessa efnis og nú hafa aðilar meðal almennings og stofnana tækifæri til að bregðast við og senda betur unnar athugasemdir.  Tíminn hefði samt mátt vera rýmri og ljóst er að UST vill enn halda þeim möguleika að verði af samþykki geti ORF sáð í sumar. Sem er skiljanlegt verði því við komið. Hagsmunir þjóðarinnar ognáttúrunnar hljóta þó á endanum að vega þyngra en hagsmunir einstakra fyrirtækja. 

Árið 2005 var haldin ráðstefna um erfðabreytta ræktun í Frankfurt. Hér er að finna skýrslu þeirrar ráðstefnu, 60 síðna samantekt með ýmsum fróðleik.

Birt:
28. maí 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Umhverfisstofnun veitir frest til 12. júní n.k. “, Náttúran.is: 28. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/28/umhverfisstofnun-veitir-frest-til-12-juni-nk/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: