Skólagarðarnir byrja í dag
Fyrstu tvær vikurnar fara einkum í gróðursetningu og sáningu. Þá tekur við tímabil þar sem börnin læra að hlúa að plöntunum t.d. með vökvun og illgresishreinsun en aðaluppskerutíminn er síðan í kringum 20. ágúst.
Megintilgangur skólagarðanna er að kenna börnunum að rækta matjurtir en öðru hvoru eru farnar ferðir. Haldnar eru sumarhátíðir í hverjum garði með grilli og ýmsum skemmtunum og áhugasamir og framúrskarandi ræktendur verðlaunaðir.
Skólagörðunum lýkur með uppskeruhátíð þar sem boðið er uppá afurðir garðsins og börnunum er afhentar viðurkenningar fyrir sumarstarfið. Starfsemin hefst 2. júní og lýkur um 20. ágúst.
Staðsetning skólagarða í Reykjavík:
- Þorragötu í Skerjafirði
- Holtavegi í Laugardal
- Fossvogi við Bjarmaland
- Vestan Árbæjarsafns
- Við Jaðarsel
- Kotmýri við Logafold
- Gorvík við Strandveg
Sjá vef Skólagarða Reykjavíkur. Skólagarðar eru einnig starfræktir víða um land.
Mynd; Börn í Skólagarðinum í Fossvogi, ljósmynd: Vala Smáradóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skólagarðarnir byrja í dag“, Náttúran.is: 2. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/01/skolagaroarnir-byrja-i-dag/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júní 2009