Timi naglanna er liðinn!42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl.

Talning á notkun nagladekkja undir bifreiðum var gerð í mars og reyndust 42% vera á nöglum og 58% án nagla. Árið 2008 töldust 44% bifreiða á nöglum. Í mars árið 2001 voru hins vegar 67% bifreiða á nöglum. Reykjavíkurborg hefur miðlað efni gegn notkun nagladekkja í borginni undanfarin ár og lagt áherslu á góða vetrarþjónustu.

Framsýni og varkárni í akstri ásamt góðum naglalausum vetrardekkjum leysa nagladekk af hólmi, draga úr hávaða- og svifryksmengun og sliti á götum borgarinnar.

Lögreglan hefur leyfi til að sekta ökumenn fyrir notkun á nagladekkjum eftir 15. apríl. Plakat: Tími naglanna er liðinn - Bönnuð frá 15. apríl. Reykjavíkurborg.
Birt:
6. apríl 2009
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Nagladekkjum fækkað um fjórðung frá 2001 “, Náttúran.is: 6. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/06/nagladekkjum-faekkao-um-fjoroung-fra-2001/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: