Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir keppni um hönnun minjagrips fyrir Reykjavíkurborg

Keppnin er öllum opin og felst í því að hanna nýjan og einkennandi minjagrip fyrir Reykjavíkurborg. Verðlaunatillagan skal endurspegla vörumerki Reykjavíkurborgar, Reykjavík - Pure Energy. Vörumerkið vísar til þeirrar hreinu orku sem sem Reykjavík býr yfir í fleiri en einni merkingu: í náttúrunni, vatninu, menningunni og sköpunarkraftinum.
Minjagripurinn verður einkennisgripur Reykjavíkurborgar, seldur víða í borginni.

Verðlaunahafi hlýtur 600.000 kr. verðlaun.

Í dómnefnd sitja:
Áslaug Friðriksdóttir, formaður Menningar og ferðamálaráðs
Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu
Guðrún Erla Geirsdóttir, Menningar og ferðamálaráð
Kristján Örn Kjartansson, arkitekt FAÍ
Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður FÍT
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar
Keppnin hefst 14. október. Tillögum skal skila fyrir kl. 17.00, föstudaginn 15. febrúar 2010. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt á HönnunarMars 2010 en sýning á völdum innsendingum fer fram á sama tíma.

Nánari upplýsingar á honnunarmidstod.is

Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna hér.

Birt:
14. október 2009
Tilvitnun:
Regína Hreinsdóttir „Hönnunarsamkeppni um minjagrip fyrir Reykjavíkurborg“, Náttúran.is: 14. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/14/honnunarsamkeppni-um-minjagrip-fyrir-reykjavikurbo/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. september 2010

Skilaboð: