Grasalækningar og íslenskar lækningajurtir
Maður lifandi stendur fyrir námskeið um íslenskar lækningajurtir með Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni þar sem grasalækningar og íslenskar lækningajurtir verða reifaðar. Rætt verður um hvernig grasalæknir vinnur og hvað sjúkdóma algengt er að grasalæknir fáist við.
Farið verður yfir áhrifamátt nokkurra algengra íslenskra lækningajurta sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína. Fjallað verður m.a. um aðalbláber, krækiber, fjallagrös, vallhumal, ætihvönn, maríustakk, mjaðjurt, blóðberg, birki, túnfífil, klóelftingu og haugarfa. Einnig verða gefin dæmi um einfaldar uppskriftir og fjallað um tínslu og þurrkun.
Námskeiðið verður haldið 8. september frá 17.30 – 20.00 hjá Maður lifandi, Borgartúni 24. Maður lifandi veitir 50% afslátt af mat í 30 mín. matarhléi og 25% afsláttur er af vörum Önnu Rósu grasalæknis. Skráning hjá Maður lifandi á gg@madurlifandi.is.
Myndin sýnir þurrkun á ýmsum jurtum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Maður lifandi „Grasalækningar og íslenskar lækningajurtir “, Náttúran.is: 6. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/06/grasalaekningar-og-islenskar-laekningajurtir/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.