Tíðahvörf marka lok þess tíma sem kona getur eignast börn (á náttúrlegan hátt). Eggjastokkar hætta að þroska egg, framleiðsla á estrógenum og prógesteróni stöðvast og konur hætta ða hafa blæðingar.
Tímabilið frá því að hormónabreytingarnar hefjast og þar til blæðingar stöðvast geturs staðið í mörg ár. Eggjastokkar minnka framleiðslu á estrógenum og prógesteróni og ójafnvægi skapast milli þessara veggja hormóna. Einkenna þessa ójafnvægis gæti oftast í hrinum svo að konur svieflast milli andlegs jafnvægis og ójafnvægis sem getur lýst sér með hitakófi og grátköstum. Einkenni tíðahvarfa eru mjög einstaklingsbundin, sumar konur finna litla sem enga breytingu en aðrar þjást mikið. Einkenni tíðahvarfa geta verið mörg of af þeim má nefna:
*óreglulegar blæðingar.
*hitakóf, fyrst á nóttum, en síðar hvenær sem er sólarhringsins.
*óeðlilega blóðsókn í kviðarhol sem getur valdið þemu, meltingartruflunum, höfuðverk, hægðatregðu, gyllinæð, þvagfærasýkingu og óeðlilegri útferð úr leggöngum.
*beiný ynning sem er í beinu samhengi við heilbrigði konunnar fyrir tíðahvörf.
*þyngsli í fótleggjum, vöðvakrampi og æðahnútar,
*eymsli í brjóstum
*viðkvæm geðbrigði, geðsveiflur, þunglyndi, og svefnörðugleikar, oft fylgja breyttar matarvenjur.

Draga má úr einkennum tíðahvarfa með því að borða rétta fæðu. Borðið fæðu sem er auðug að prótíni, einkum jurtaprótíni, vítamínum og steinefnum. Mikilvægustu vítamínin eru A-, B- (öll), D-, E- og F-vítamín. E-vítamín má einnig setja í smyrsl eða stíla til nota í leggöngum ef særindi eru í slímhúðinni. Mikilvægustu steinefnin eru kalsíum, magnesíum, járn og fosfór. Borðið fjölbreytta og holla fæðu og forðist öll aukefni. Jurtir koma að gagni við slæmum einkennum tíðahvarfa. Þær hjálpa líkamanum að koma jafnvægi á hormónaframleiðslu og styrkja einnig huga og líkama svo að konan verður síður vör við hormónasveiflurnar.

Jurtir sem milda breytingar við tíðahvörf
Sú jurt sem einna best reynist við hormónasveiflum er munkapipar, sem er tekinn einu sinni á dag að morgni, en aðrar jurtir sem nota má eru lyfjasalvía, en hún inniheldur estrógenlík efni og er sérlega áhrifamikil gegn hitakófi, og vallhumall, sem hefur svipuð áhrif. Spánarkerfill styrkir innkirtla líkamans, lakkrísrót styrkir ný rnahettur, en þær einar framleiða estrógen eftir tíðahvörf. Humall inniheldur estrógenlík efni og er góður við hitakófi og svefnleysi, einkum þegar konan hrekkur upp að nóttu eða elsnemma að morgni og nær ekki að festa blunda ftur. Rót túnfífils er lifrarstyrkjandi og er ætíð nauðsynleg þegar rask verður á efnaskiptum og hormónajafnvægi líkamans. Rótin er einnig gagnleg gegn bjúgi sem oft kemur fram við tíðahvörf. Hvítþyrniber eru styrkjandi fyrir hjarta og æðakerfi. Ginseng, hafrar, hjartafró, garðabrúða, hjólkróna, jónsmessurunni og rósmarín styrkja allar taugakerfið og þær má því nota við svefnörðugleikum, þunglyndi og geðsveiflum.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn erfiðum tíðahvarfaeinkennum

2 x vallhumall
1 x spánarkerfill
1 x lakkrísrót
1 x lyfjasalvía
1 x humall
1 x túnfífill (rót)
1 x hjólkróna

Útbúið þá annað hvort te-, seyðis- eða urtaveigarblöndu með jurtunum sem þörf er á og takið inn þrisvar á dag eftir mat. Auk þess skal taka munkapipar að morgni.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Tíðahvörf“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/tahvrf/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: