Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum
Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina. „Þetta hefur verið þung vika fyrir starfsfólk sorphirðunnar,“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri hennar.
Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum heldur þarf einnig að moka frá sorphirðugeymslum. „Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu okkar með því að moka verðum við stundum að sleppa því að tæma tunnur,“ segir Sigríður og að stundum hafi fólk jafnvel mokað fyrir tunnurnar - snjó frá bílum og útidyrum.
Starfsfólk Sorphirðunnar er þreytt eftir vikuna og vonast til að fólk gefi sér tíma um helgina til að moka frá geymslum og tunnum. Á þriðjudag í næstu viku er búist við slyddu og ef mokstur fer ekki fram skapast lúmsk hálka sem síðar snjóar yfir. Mynd af vef Reyjavíkurborgar.
Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum heldur þarf einnig að moka frá sorphirðugeymslum. „Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu okkar með því að moka verðum við stundum að sleppa því að tæma tunnur,“ segir Sigríður og að stundum hafi fólk jafnvel mokað fyrir tunnurnar - snjó frá bílum og útidyrum.
Starfsfólk Sorphirðunnar er þreytt eftir vikuna og vonast til að fólk gefi sér tíma um helgina til að moka frá geymslum og tunnum. Á þriðjudag í næstu viku er búist við slyddu og ef mokstur fer ekki fram skapast lúmsk hálka sem síðar snjóar yfir. Mynd af vef Reyjavíkurborgar.
Birt:
18. janúar 2008
Tilvitnun:
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar „Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum “, Náttúran.is: 18. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/18/sorphiroan-i-reykjavik-biour-borgarbua-um-ao-moka-/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.