Gæsirnar færa sig norður á bóginn
Æ fleiri snjógæsir (Chen caerulescens) eru farnar að færa sig norðar í Alaska. Bændur kvarta yfir gæsunum sem þeir segja að éti allt gras af túnum. En af hverju eru fuglarnir að færa sig norðar og norðar? Ástæðan virðist fyrst og fremst vera hlýnun veðurfars og bráðnun snævar snemma á vorin. Þessi hegðun gæsanna er í samræmi við hlýnun norðurskautssvæða um allt að 2°C síðan 1977. Heimild: New Scientist. 7.apríl 2007.
Myndinaf blesgæsinni er eftir Jón Baldur Hlíðberg.
Birt:
14. maí 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gæsirnar færa sig norður á bóginn“, Náttúran.is: 14. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/14/gsirnar-fra-sig-norur-bginn/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. maí 2007