Björg í bú er hönnunarfyrirtæki sem vinnur að matarhönnun og almennri hönnun. Vöruhönnuðir Björg í bú, Helga Björg Jónasardóttir, Edda Gylfadóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir hafa undanfarið verið að vinna að matarhönnunarverkefninu Örflögur.

Örflögur eru hollar, fitulausar kartöfluflögur. bakaðar og þurrkaðar kryddaðar með töfrum sjávar, hrein náttúruafurð. Askjan sem flögurnar eru í breytist í skál þegar hún er opnuð og geymir þar fróðleik um kartöfluna og uppruna hennar.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Matís.

Verkefnið var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands 2010 og er styrkt af Tækniþróunarsjóði, Atvinnumálum kvenna og Átaki til atvinnusköpunar.

Birt:
24. mars 2011
Höfundur:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Björg í bú í Norræna húsinu - HönnunarMars“, Náttúran.is: 24. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/24/bjorg-i-bu-i-norraena-husinu-honnunarmars/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: