Exem
Exem getur verið margs konar og orsakirnar eftir því. Exem lýsir sér sem útbrot í húðinni. Oft getur húðin verið mjög þurr, stundum verða úr sár sem vætlar úr og yfirleitt fylgr mikil erting og kláði. Exem getur verið húðbólga sem stafar af snertingu við eitthvað sem sjúklingurinn hefur ofnæmi fyrir. Eina ráðið við slíku ofnæmisexemi er að forðast það sem ofnæminu veldur. Stundum er ofnæmisvaldinn að finna í fæðunni og þarf þá að einangra hann og sneiða hjá honum í mataræði. Algengar fæðutegundir sem valda húðútbrotum eru mjólkurafurðir, glúten, appelsínur, tómatar, egg, svínakjöt, skelfiskur og jarðarber. Þá getur næringarskortur einnig stuðlað að exemi. Ungbörn sem ekki eru á brjósti þjást t.d. oft af exemi vegna skorts á gammalínólsýru. Kvölvorrósarolía inniheldur gammalínólsýru og læknar því oft exem sem þannig er til komið. Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að leita orsaka exems áður en meðferð getur hafist til þess að ná sem bestum árangri.
Mataræði er veigamikill þáttur í meðferð allra sjúkdóma og þar er exem engin undantekning. Borðið ferskan, hollan og heimatilbúinn mat og forðist allt sem eykur álag á húðina og önnur líffæri sem sjá um losun úrgangsefna úr líkamanum.
Drekkið gulrótarsaga á hverjum degi (heimalagaður gólrótarsafi er betra en sá sem keyptur er tilbúinn), hann er auðugut að vítaminum og næringarefnum sem húðin þarfnast.
Jurtir gegn exemi
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, þrenningarfjóla, rauðsmári, brenninetla, njóli, köldugras og birki.
Morgunrú og sólblómahattur hafa að auki oft reynst vel gegn ungbarnaexemi. Róadni jurtir gera oft mikið gagn með öðrum jurtum, einkum ef um er a ræða mikla húðertingu Til þeirra hluta eru kamilla, garðabrúða, hafrar og hjartafró bestar.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn exemi
1 x þrenningarfjóla
1 x rauðsmári
1 x gulmaðra
1 x kamilla
Þess skal getið að exem getur versnað í byrjun meðferðar með jurtum. Oftar en ekki er það góðs viti, merki um að líkaminn sé að hreinsast. Til þess að forðast þessi fyrstu viðbrögð við jurtunum getur verið gott að byrja meðferðina með smærri skömmtum.
Útvortis má nota smyrsl og eða fljótandi áburð búinn til úr morgunfrú, fagurfífli, bjöllulilju, reyrgresi, blágresi, litunarjafna, kamillu, haugarfa, njóla eða græðisúru.
Jurtaböð geta verið mjög góð fyrir þau sem þjást af exemi og eru þá settar græðandi jurtir, t.d. græðisúra, kamill og morgunfrú, út í baðið. Gegn miklum kláða er gott að bæta haugarfa og höfrum við í baðið. Notið aldrei sterkar sápur á húðina, bestu sápurnar eru náttúrulegar sápur unnar úr höfrum eða einhverju álíka.
Mataræði er veigamikill þáttur í meðferð allra sjúkdóma og þar er exem engin undantekning. Borðið ferskan, hollan og heimatilbúinn mat og forðist allt sem eykur álag á húðina og önnur líffæri sem sjá um losun úrgangsefna úr líkamanum.
Drekkið gulrótarsaga á hverjum degi (heimalagaður gólrótarsafi er betra en sá sem keyptur er tilbúinn), hann er auðugut að vítaminum og næringarefnum sem húðin þarfnast.
Jurtir gegn exemi
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, þrenningarfjóla, rauðsmári, brenninetla, njóli, köldugras og birki.
Morgunrú og sólblómahattur hafa að auki oft reynst vel gegn ungbarnaexemi. Róadni jurtir gera oft mikið gagn með öðrum jurtum, einkum ef um er a ræða mikla húðertingu Til þeirra hluta eru kamilla, garðabrúða, hafrar og hjartafró bestar.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn exemi
1 x þrenningarfjóla
1 x rauðsmári
1 x gulmaðra
1 x kamilla
Þess skal getið að exem getur versnað í byrjun meðferðar með jurtum. Oftar en ekki er það góðs viti, merki um að líkaminn sé að hreinsast. Til þess að forðast þessi fyrstu viðbrögð við jurtunum getur verið gott að byrja meðferðina með smærri skömmtum.
Útvortis má nota smyrsl og eða fljótandi áburð búinn til úr morgunfrú, fagurfífli, bjöllulilju, reyrgresi, blágresi, litunarjafna, kamillu, haugarfa, njóla eða græðisúru.
Jurtaböð geta verið mjög góð fyrir þau sem þjást af exemi og eru þá settar græðandi jurtir, t.d. græðisúra, kamill og morgunfrú, út í baðið. Gegn miklum kláða er gott að bæta haugarfa og höfrum við í baðið. Notið aldrei sterkar sápur á húðina, bestu sápurnar eru náttúrulegar sápur unnar úr höfrum eða einhverju álíka.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Exem“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/exem/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. júlí 2011