Föstudaginn 21. maí stóðu Skógræktarfélag Íslands, Yrkjusjóður og umhverfisráðuneytið að viðburðum í tilefni alþjóðlegs dags líffræðilegrar fjölbreytni.

Á vegum samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika voru lönd heims hvött til að taka þátt í Grænu bylgjunni (Green Wave) sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að vekja athygli á fjölbreytni lífs á jörðinni í tengslum. Verkefnið snýst um að hvetja skólabörn um víða veröld til að gróðursetja tré og mynda þannig Græna bylgju um allan heiminn. Árið 2010 er jafnframt alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika og 20 ára afmæli Yrkjusjóðs.

Að þessu tilefni var íslenskum skólabörnum boðið að taka þátt í gróðursetningu. Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir tók þátt í gróðursetningu skólabarna í Reykjavík sem fram fór við Gufunesbæinn í Grafarvogi, ásamt Vigdísi Finnbogadóttir fyrrverandi forseta.  Auk þess mættu nemar í Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og tóku þátt í að gróðursetja með börnunum.

Græna bylgjan er með heimasíðu þar sem fjallað er um alla þá viðburði sem fram fóru þennan dag í heiminum og er þar að finna umfjöllun Íslands.

Birt:
26. maí 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Græna bylgjan á Degi líffræðilegrar fjölbreytni “, Náttúran.is: 26. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/01/graena-bylgjan-degi-liffraedilegrar-fjolbreytni/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júní 2010

Skilaboð: