Bloggarar láta sífellt meira til sín taka í umhverfisumræðunni á heimsvísu. Í nýrri bandarískri skýrslu kemur fram að umfang netumræðu um sjálfbæra þróun hafi vaxið um 50% milli áranna 2006 og 2007. Framan af árinu 2007 snerist þessi umræða einkum um loftslagsbreytingar, en eftir því sem leið á árið færðist áherslan meira á afmarkaðri en reyndar nátengda umhverfisþætti, svo sem endurnýjanlega orkugjafa og sjálfbæra flutninga.

Þá má lesa út úr netumræðunni mikla áherslu almennings á tengsl umhverfis og heilsu. Þetta kemur m.a. fram í miklum skrifum um eiturefni og um sjálfbæran landbúnað.
Lesið frétt EDIE í gær 

Birt:
9. apríl 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 9. apríl 2008“, Náttúran.is: 9. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/oro-dagsins-9-april-2008/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2008

Skilaboð: