Málþing - Loftslagsbreytingar, er áhrifa farið að gæta?
Færeyski loftslagsprófessorinn Bogi Hansen, handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, varar við afleiðingum hlýnunar lofslags á norðurhveli jarðar og því að Golfstraumurinn veikist. Þetta mál verður til umræðu á málþingi sem Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri stendur fyrir í samstarfi við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 11 okt. 2007.
Bogi býr yfir yfirburðarþekkingu á niðurstöðum rannsókna á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á náttúru og umhverfi. Hann verður aðalfyrirlesari málþingsins. Auk hans flytja erindi Árni Snorrason forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar, Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, Steingrímur Jónsson prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri, Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Hjalti Jón Sveinsson formaður Umhverfisnefndar Akureyrar.
Sigrún Stefánsdóttir, formaður stjórnar Norrænu upplýsingaskrifstofunnar setur þingið en fundarstjóri er Bjarni Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Málþingið, sem er í boði Saga Captail Fjárfestingarbanka hf, fer fram í Ketilhúsinu. Það stendur milli 14.00 og 17.00 og er ætlað öllum áhugasömum. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti til mariajons@akureyri.is Fyrirlestur Boga verður á ensku.
Dagskrá:
14:00 Málþingið sett - Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 214:05 - 14:35 The worlds climate is changing - Bogi Hansen prófessor í haffræði og handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2006.
14:35 - 15:00 Umræður og fyrirspurnir
15:00 - 15:30 Hvað segja spárnar um veðurfar í Íslandi? - Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands
15:30-15:45 Af hverju er sjórinn við Ísland að hlýna? - Steingrímur Jónsson prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnunina og Héðinn Valdimarsson sérfræðingur við Hafrannsóknastofnunina.
15:45 - 16:00 Gróðurhúsaáhrif, loftslagsbreytingar, jöklabreytingar og endurnýjanlegar orkulindir. - Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands
16:00 - 16:15 Loftslagsbreytingar: Hefur þeirra orðið vart á Akureyri? Úrræði Akureyrarbæjar. - Hjalti Jón Sveinsson formaður Umhverfisnefndar Akureyrar
16:15 - 17:00 Umræður og fyrirspurnir
17:00 Léttar veitingar
Fundarstjóri er Bjarni Guðleifsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
Skráning á málþingið fer fram með tölvupósti til mariajons@akureyri.is fyrir kl. 12:00 þann 9. október 2007
Málþingið er samstarfsverkefni Norrænu upplýsingaskrifstofunnar og viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri í boði Saga Capital Fjárfestingabanka hf.
Birt:
Tilvitnun:
Háskólinn á Akureyri „Málþing - Loftslagsbreytingar, er áhrifa farið að gæta?“, Náttúran.is: 10. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/10/mling-loftslagsbreytingar-er-hrifa-fari-gta/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. október 2007