Undanfarið hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjólafólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á Einarsnesi. Margir notuðu helgina til að koma reiðhjólum sínum í stand á nýjan leik.

Starfsmaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fór í hjólaferð á laugardaginn, kannaði hjólreiðastíga og -merkingar og ræddi við hjólreiðafólk. Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki og standa því yfir merkingar á nokkrum götum í borginni. Nú er verið að mála hjólareinar vestan Suðurgötu, um Einarsnes og að hjólastígnum í Skerjafirði. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og Laugarásveg.

Víða mátti sjá fólk á laugardaginn leiða reiðhjól sín á bensínstöðvar til að pumpa í loftlaus dekkin. „Ég ætla að nota hjólið meira í vetur til að spara eldsneyti og pening,“ sagði einn vegfarandi. Tvöföldun Ægisíðustígsins er langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi og gangandi til að greiða þeirra
Birt:
13. október 2008
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Aðstæður bættar fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík“, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/aostaeour-baettar-fyrir-hjolreioajolk-i-reykjavik/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: