Al Gore til Íslands bráðlega
Á samráðsþingi Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í New York í gær, ræddi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands við Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Al Gore þáði boð forseta Íslands um að koma bráðlega í heimsókn til Íslands og kynna sér nokkur af þeim verkefnum sem snúa að vistvænni orku og alþjóðlegt verkefni um koltvísýringslosun í jörðu. Heimsókn Al Gore er sannarlega hvalreki en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær heimsóknin mun eiga sér stað.
Birt:
23. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Al Gore til Íslands bráðlega“, Náttúran.is: 23. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/algore_island/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007