Í fréttatilkynningu frá Náttúruvaktinni segir að í dag hafi hún sent frá sér athugasemdir við matsáætlun fyrir fyrirhugaðar háspennulínulagnir um Reykjanesskaga. Athugasemdirnar eru svohljóðandi:
-
Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur í lofti frá Hellisheiðarvirkjun.
Það sætir furðu að enn skuli áformað að leggja háspennulínur á möstrum með þeirri gríðarlegu sjónmengun sem þær valda þegar kostur er á að leggja þær í jörðu.

Náttúruvaktin fer þess á leit við Landsnet að einnig verði í matsáætlun fyrir Hellisheiðavirkjun og aðrar fyrirhugaðar virkjanir á Reykjanesskaga gert ráð fyrir þeim kosti að leggja línurnar í jörðu og kostnaði.
-
Fresturinn til að gera athugasemdir rennur út í dag.

Myndin er tekin af háspennumastri þ. 22. 09. 2006.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Í jörðu með´ær - Athugasemdir Náttúruvaktarinnar“, Náttúran.is: 28. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/ath_natturuvakt/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: