Námskeið í Grasagarði Reykjavíkur
Námskeið um ræktun og notkun mat- og kryddjurta verður haldið í Grasagarði Reykjavíkur dagana 22. og 24. ágúst nk. Uppbygging matjurtagarðs, lífræn ræktun og notkun afurðanna eru meðal atriða sem tekin verða fyrir á námskeiðinu. Einnig verður ræktun einstakra tegunda rædd, skiptiræktun, sjúkdómar og meindýr. Í mat- og kryddgjurtagarði Grasagarðsins eru um 130 tegundir og yrki í ræktun og í sumar var tekinn í notkun ný r krydd- og ilmjurtagarður sem hannaður er í anda gömlu klausturgarðanna. Skráning á námskeiðið er í síma: 553 8870.
-
Birt:
18. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið í Grasagarði Reykjavíkur“, Náttúran.is: 18. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/namsk_grasag/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 15. janúar 2008