Umbúðalaus umræða, málþing um neyslu og úrgangsmál verður haldið á Hótel Sögu, Sunnusal, föstudaginn 20. nóvember frá kl. 10:00-16:00.

Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu um stöðu neyslumenningar og úrgangsmála hérlendis, hvetja til hraðari innleiðingu vistvænni leiða í vöruhönnun og úrgangsmálum og skapa vettvang fyrir samvinnu milli ólíkra aðila er tengjast þessum málaflokkum.

Að þessari ráðstefnu standa Félag umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) og Fagráð um endurnýtingu og úrgang (FENÚR).

Dagskrá:

10:00  Skráning
10:30  Setning,  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður FUMÍ
Ávarp,  Svandís Svavarsdóttir, Umhverfisráðherra
11:00  Áhrif neyslusamfélags á sjálfsmynd og vellíðan,
Dr. Ragna B. Garðarsdóttir, Félagsvísindastofnun HÍ
11:20  Ábyrgð í neyslusamfélagi, Sóley Þórisdóttir, vöruhönnuður
11:35  Neysla og þróun hennar, Lára Guðlaug Jónasdóttir, Hagstofunni
11:50   Umræður 

12:15  Hádegisverður
13:15  Fremst þjóða í hófsemd, Gunnar Hersveinn, rithöfundur
13:30  Í upphafi skyldi endinn skoða, Finnur Sveinsson, Fisv-ráðgjöf
13:45   Vistferilhugsun við hönnun og innkaup, Eva Yngvadóttir, Eflu
14:00   Umbúðir og fleira til endurvinnslu, misleitt efni – einsleitt efni
Elías Ólafsson, Gámaþjónustunni
14:15  Umræður

14:35   Kaffihlé
14:50   Umbúðir hjá MS, Björn S. Gunnarsson, Mjólkursamsölunni
15:05   Umbúðasöfnun og úrvinnslusjóður, Íris Gunnarsdóttir, Úrvinnslusjóði
15.20   Lög og reglur - horft fram á veginn, Kjartan Ingvarsson, Umhverfisstofnun
15:35   Umræður        
15:50   Ráðstefnuslit, Ragna I. Halldórsdóttir, formaður FENÚR

Fundarstjóri: Freyr Eyjólfsson

Ráðstefnugjald er 3000 kr. Nemar fá frítt gegn framvísun skólaskírteinis. Boðið verður upp á hádegisverð á 2000 kr.  Vinsamlegast skráið þátttöku á ráðstefnuna og í hádegisverð á netfangið ragna.halldorsdottir@sorpa.is fyrir 17. nóvember.

Birt:
11. nóvember 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umbúðalaus umræða - málþing“, Náttúran.is: 11. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/11/umbuoalaus-umraeoa-malthing/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: