Sögumiðlun hefur hannað ýmiskonar fræðsluefni fyrir Sorpu en nú síðast samstæðuspil sem ber heitið „Trjálfarnir heimsækja SORPU“ og fá nemendur leik- og grunnskóla það afhent í lok vettvangsferða til fyrirtækisins.

Söguhetjurnar eru Trjálfarnir Reynir Víðir Lyngdal og Börkur Birkir en þeir birtust fyrst í Stundinni okkar jólin 2006. Þeir heimsækja starfsstöðvar SORPU og fræðast um ýmislegt sem tengist rusli, flokkun og endurvinnslu og miðla svo fróðleiknum á sinn skemmtilega hátt til þeirra sem spila.

Myndin er af nýja samstæðuspilinu um Trjálfana.

Birt:
12. febrúar 2009
Uppruni:
Sögumiðlun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Trjálfarnir heimsækja Sorpu“, Náttúran.is: 12. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/12/trjalfarnir-heimsaekja-sorpu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: