Ný heimasíða beintfrabyli.is hefur nú litið dagsins ljós. Þar geta viðskiptavinir nálgast íslenskar landbúnaðarafurðir á auðveldan og skilvirkan hátt. Á síðunni er nú  þegar hægt að leita eftir landshlutum, eftir vörum eða eftir ákveðnum bæ.

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.

Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Sjá nýjan vef beintfrabyli.is.

Birt:
25. september 2009
Uppruni:
Beint frá býli
Tilvitnun:
Hlédís Sveinsdóttir „Beint frá býli opnar nýjan vef“, Náttúran.is: 25. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/25/beint-fra-byli-opnar-nyjan-vef/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: