Í lok nóvember fékk Östersund í Svíþjóð formlega vottun sem réttlætisbær (e. Fairtrade City) og á næstu vikum fylgja Härnösand og Öckerö í kjölfarið. Þar með verða réttlætisbæir Svíþjóðar orðnir 54 talsins.

Til að fá viðurkenningu af þessu tagi þurfa sveitarfélög að uppfylla tiltekin skilyrði um innkaup á réttlætismerktum vörur og vinna markvisst að félagslega sjálfbærri neyslu.

(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade í Svíþjóð 5. desember).

Birt:
11. desember 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „54 réttlætisbæir í Svíþjóð“, Náttúran.is: 11. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/11/54-rettlaetisbaeir-i-svithjod/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: