„Ég er stolt af því að geta boðið öllum unglingum í 8.,9. og 10. bekk í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig í Vinnuskólann en að vinnutími nemenda verðiur styttur.

Búist er við miklum fjölda í Vinnuskólann í sumar. Skólinn hefur verið vinsæll valkostur og næsta sumar standa ekki eins mörg störf til boða í Reykjavík og oft áður. „Ég tel Vinnuskólann skipta miklu um þessar mundir og ég er ánægð að Reykjavíkurborg hafi nú tryggt þennan valkost fyrir unglinga,“ segir Þorbjörg Helga sem kynnti sumarrekstur Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir ráðinu í dag, 10. mars.

Veturinn 2008-2009 eru 4500 nemendur skráðir í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík sem er um 200 færri en voru á síðasta ári. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í Vinnuskólann eða þau verði tæplega 4000 sem er töluvert meira en sumarið 2008 en þá voru nemendur um 2400. Öðrum starfsmönnum skólans verður ekki fjölgað.

Guðrún Þórsdóttir skólastjóri Vinnuskólans segir nauðsynlegt að undirstrika að vinna nemenda er góð langtímafjárfesting og forvörn. „Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta jafnframt veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum,“ segir Guðrún.

Skráning nemenda í Vinnuskólann fer fram í apríl. Frekari upplýsingar veita: Þorbjorg Helga Vigfúsdóttir s. 664 8998 og Guðrún Þórsdóttir s. 844 8902
Birt:
10. mars 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Allir unglingar í 8.,9. og 10. bekk fá vinnu í Vinnuskólanum“, Náttúran.is: 10. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/10/allir-unglingar-i-89-og-10-i-vinnuskolann/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: