Ákveðið hefur verið að fella niður aðgangseyri að alþjóðlegu Driving Sustainability ráðstefnunni um vistvænar samgöngur, sem hófst á Hilton hótelinu í Reykjavík í gær. Í tilkynningu segir að frá og með hádeginu í dag verði hún því opnuð öllum áhugamönnum um þróun vistvænna samgangna.

„Á dagskrá ráðstefnunnar eftir hádegi í dag verður fjallað um þá möguleika fyrir hendi eru til að fjármagna verkefni sem snúa að vistvænum samgöngum. Þar gefst einstakt tækifæri fyrir þá sem vinna að slíkum verkefnum að hitta leiðandi fulltrúa stærstu fyrirtækja heims á þessu sviði," segir ennfremur.

Þá segir að á þriðja og síðasta degi Driving Sustainability ráðstefnunnar verði haldið áfram umfjöllun um fjármögnun verkefna og verður sá hluti ráðstefnunnar einnig opin almenningi. Þann dag flyst ráðstefnan hinsvegar í í fyrrum húsnæði Háskólans í Reykjavík í Ofanleiti 2.

Myndin var tekin af Ólafi Ragnari Grímssyni að dæla etanóli, í fyrsta sinn á Íslandi, við opnun etanóldælu Olís við Álfheima. Atburðurinn var hluti af Driving Sustainability fyrir tveimur árum. Ljósmynd: Einar Bergmundur.

Birt:
17. september 2010
Höfundur:
Vísir.is
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Vísir.is „Aðgangseyrir felldur niður á Driving Sustainability“, Náttúran.is: 17. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/17/adgangseyrir-felldur-nidur-driving-sustainability/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: