Nr. 80/2010 - Reglugerð um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skrifað undir reglugerð um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Samkvæmt reglugerðinni er matvæla- og fóðurfyrirtækjum gert skylt að merkja matvæli sem samanstanda eða innihalda erfðabreytt efni.
Markmið þessara reglna er að tryggja upplýst val neytenda við kaup á matvöru. Matvæla- og fóðurfyrirtækjum verður gert skylt að upplýsa eftirlitsaðila um feril vörunnar og innihald hennar.
Frestur til að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar er til 1. ágúst 2011.
Ljósmynd: Frá undirskrift reglugerðar um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Á myndinni eru auk ráðherra þau f.v. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Baldur P. Erlingsson lögfræðingur í ráðuneytinu og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri.
Birt:
Tilvitnun:
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið „Nr. 80/2010 - Reglugerð um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs“, Náttúran.is: 30. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/30/nr-802010-reglugerd-um-merkingar-og-rekjanleika-er/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.