Orkusetur með nýjar reiknivélar á netinu
Berðu saman bíla. Með þessari reiknivél er hægt að bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða við mismunandi forsendur. Mjög fróðlegt er að bera saman; minni og stærri bifreiðar, bensín-, dísel- og tvinnbíla, sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar o.s.frv. Hægt er að velja mismunandi akstur á ári og reikna fyrir eitt eða fleiri ár í senn. Forsendur miða við blandaðan akstur samkvæmt evrópskum gerðarviðurkenningum.
Hvað kostar ferðin. Með þessari reiknivél er hægt að reikna út eldsneytis- og umhverfiskostnað við innanbæjar- og utanbæjarakstur. Fyrir innanbæjarakstur er fjöldi kílómetra valinn en fyrir utanbæjarakstur er brottfara- og áfangastaður valinn af lista.
Kolefnisbókhald. Með þessari reiknivél má sjá hvað mikið af íslenskum skógi þarf til að binda það magn koltvísýrings sem bifreið blæs út á ári. Valinn er bifreiðategund og akstur á ári og niðurstaðan sýnir ársútblástur og nauðsynlega ársbindingu í skógi til að jafna út umhverfisáhrifin.
Rafreiknir, með þessari reiknivél er hægt að bera saman slæma og góða orkuný tni. Reiknivélinni er skipt í tvo hluta sem sýna nákvæmlega sömu þjónustu en með mismunandi ný tni. Hægt er að bera saman samsvarandi lýsingu með glóperum og sparperum, raforkunotkun nýrri og eldri tækja, sjónvarpsáhorf með plasma skjá eða LCD skjá o.s.frv. Myndin er af rafreiknivélinni.
-
Orkusetur var stofnað árið 2005 af Orkustofnun og iðnaðar- og viðskiptarráðuneytinu en starfar sem óháð og sjálfstæð eining. Kea og Samorka styrkja stofnunina auk þess sem hún ný tur styrks frá Evrópusambandinu. Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis og eru þessar reiknivélar kærkomin tæki fyrir almenning og fyrirtæki og munu vafalaust auka meðvitund fólks á orkueyðslu- og sparnaði.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Orkusetur með nýjar reiknivélar á netinu“, Náttúran.is: 10. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/orkuset_nyjreikniv/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 25. mars 2012