Mystur í Reykjavík 2. maí
Styrkur svifryks (PM10) í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag, 2. maí. Mystrið í Reykjavík er ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Aðrar uppsprettur eru t.a.m. af umferðargötum. Raki er lítill í lofti og vindur til staðar. Hálftímagildi svifryks kl. 15.30 í dag var 205 míkrógrömm á rúmmetra en 52 frá miðnætti. Búist er við að loftmengunin verði áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Vindur mun líklega stillast á morgun og mun það lækka styrk svifryks. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg.
Birt:
2. maí 2011
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Mystur í Reykjavík 2. maí“, Náttúran.is: 2. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/02// [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.