Örráðstefna um þolmörk, fjöldamark og gjaldheimtu í ferðiðnaðinum verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands Mánudaginn 10. desember, kl. 16.00-17.00 

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli hefur gestum fjölgað milli ára langt umfram það sem venja er. Á því eru margar skýringar, en samhliða hefur tekið að bera á áhyggjum ferðaþjónustuaðila, sem og annarra, að of geyst sé farið. Landeigendur loka aðgengi, gjaldheimta er rædd, furðufréttir berast af ferðafólki, skattheimta er aukin og pirrings farið að gæta í garð gesta á ýmsum áfangastöðum. Á þessari örráðstefnu verður lagt mat á þessi einkenni óþols gagnvart greininni og hvort hafa beri af þeim áhyggjur, og ef svo; hvað er þá hægt að gera.   

Fundurinn hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð fundarins. Þar á eftir mun fræðafólk stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum fjalla um eftirfarandi dæmi. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

  • Dr. Edward H. Huijbens - Rannsóknamiðstöð ferðamála - Furðufréttir af ferðafólki
  • Dr. Þorvarður Árnason - Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði - DisnEY eða Ísland öðru nafni
  • Dr. Katrín Anna Lund og Dr. Gunnar Þór Jóhannesson - Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands - Gestalistinn
  • Guðrún Þóra Gunnarsdóttir - Ferðamáladeild Háskólans á Hólum - Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
  • Dr. Ólafur Rastrick - Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands - Útlendingar og arfurinn

Allir velkomnir!

Ljósmynd: Göngufólk á Heklu, ©Árni Tryggvason.

Birt:
10. desember 2012
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Er komið nóg af gestum?“, Náttúran.is: 10. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/10/er-komid-nog-af-gestum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: