Í rannsókn neytendablaðsins Tænk í Danmörku kom í ljós að tvö af tíu möffinsformum sem skoðuð voru reyndust innihalda flúrsambönd, sem óttast er að geti verið skaðleg umhverfi og heilsu. Umrædd efnasambönd eru notuð til að gera formin fitu- og vatnsfráhrindandi. Þau geta safnast upp í líkamanum og hugsanlega stuðlað að krabbameinsvexti, ófrjósemi, ADHD o.fl. Ekki hefur verið sýnt fram á að flúorsambönd í matarumbúðum berist í matinn, en Dönsku neytendasamtökin (Forbrugerrådet) álíta engu að síður að efni af þessu tagi eigi ekkert erindi í matarumbúðir. Um er að ræða efnasambönd á borð við teflon, en flúor í tannkremi er allt annars eðlis.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk 30. nóvember).

Birt:
3. desember 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Flúorsambönd í möffinsformum“, Náttúran.is: 3. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/09/fluorsambond-i-moffinsformum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. desember 2012

Skilaboð: