Varnarefni geta skaðað ófædda drengi
Tilraun sem vísindamenn við Tækniháskóla Danmerkur (DTU) gerðu nýverið á rottum bendir til að drengir sem hafa fengið í sig mismunandi varnarefni á fósturskeiði séu líklegri en aðrir til að glíma við námsörðugleika og skerta sæðisframleiðslu síðar á lífsleiðinni, jafnvel þótt styrkur varnarefnanna hafi verið innan viðmiðunarmarka fyrir hvert efni um sig. Í tilrauninni var notað óverulegt magn af 5 varnarnefnum, sem flest eru notuð sem sveppaeitur í kornrækt og eiga það öll sameiginlegt að geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Ulla Hass, prófessor við DTU sem stjórnaði rannsókninni, segir niðurstöðurnar gefa tilefni til að lækka viðmiðunarmörk fyrir umrædd efni, þar sem samlegðaráhrif þeirra („kokkteiláhrif“) hafi að öllum líkindum verið vanmetin.
(Sjá umfjöllun á dr.dk)
(Sjá umfjöllun Information 30. nóvember).
Ljósmynd: Bygg, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Varnarefni geta skaðað ófædda drengi“, Náttúran.is: 4. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/09/varnarefni-geta-skadad-ofaedda-drengi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. desember 2012