Sýróp er oft gefið börnum sem erfitt er að fá til að taka inn annars konar jurtalyf. Æskilegast er að búa sýrópið til úr hunangi sem hefur það frá yfir sykur að vera vítamínríkt og gerladrepandi. Til eru margar tegundir af hunangi, em best er að nota seigfljótandi eða fast hunang.

Sýróp gert

Útbúið ½ lítra af tei með tvöföldum styrkleika, þ.e. 1:5 (sjá bls. 147). Síið það og kælið. Hellið teinu í pott og hrærið út í það 125 g af hunangi. Látið þykkna hægt yfir lágum hita og hrærið varlega í uns blandan verður sýrópskennd. Fleytið við og við af allri froðu sem myndast. Geymið sýrópið í lokaðri glerkrukku og gefið 1 tsk þegar þörf er á.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sýróp“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/srp/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: